Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Korg
Madalena, Kólumbía
Madalena, Kólumbía
Madelena kaffið kemur frá mið-vestur Kólumbíu. Frá Central Andes kaffibeltinu, á því svæði eru yfir 370þúsund hektarar nýttir til kaffiræktunar, mest í bröttum fjallshlíðum gamalla eldfjalla. Þar eru kaldar nætur sem þýðir að kaffiberin þroskast hægar og verða fyrir vikið sætari og sýruríkari.
Stór hluti svæðisis fellur undir UNESCO´s Coffee Cultural Landscape frá 2011.
Flestir kaffibændur eiga lítið ræktunarland um 1-5 hektara.
Á þessu svæði fá kaffibændur 2 uppskerur á ári. Aðal uppskeran er frá okt-jan og aðra minni svokallaða mitaca eða fly-crop uppskeru frá apríl - júní.
Þetta kaffi er fersk uppskera frá mitaca uppskeru 2025.
Kaffiberin eru handtýnd og hand flokkuð, og eru kaffibaunir verkaðar frá berinu á kaffibúgörðunum. Kaffibaunirnar fá svo að gerjast í vatni í 12-36 tíma, svo þvegnar úr hreinu vatni áður en þær eru sólþurrkaðar i um 11% raka. Bændur nýta annað hvort húsþök eða slétta fleti til að þurrka kaffið, stundum með yfirbyggingu sem minna á gróðurhús.
Þetta kaffi kemur frá CoOp á svæðinu sem var stofnað 1985.
Kaffið er rekjanlegt fá hverjumm búgarði, en er svo smakkað og bandað saman til að ná meira magni til útflutnings.
Uppskeru ár : 2025 (april-júní)
Ræktunarhæð yfir sjávarmáli :1200-2000m
Bragðtónar : Mjólkursúkkulaði, karamella, kirsuber og rauð epli.
Deila
