Couldn't load pickup availability
Korg
Cafeina, Brasilía
Cafeina, Brasilía
Þetta kaffi kemur frá Cocatrel Cooperative í Tres Pontas, Sul de Minas í Brasilíu.
2021 var stofnaður sér hópur Cafeina Group fyrir kvenframleiðendur sem eru meðlimir af Cocatrel.
Þetta er stór hópur af konum um 21% af öllum meðlimum af Cocatrel, eða um 1.154 konur. En það er stærsti hópur af kvenræktendum í Brasilíu og líklega víðar.
Kveikjan að þessum hóp var að hvetja til meiri þátttöku þessara kvenna í ákvarðanatöku innan Cocoatreal og annara kaffiviðskipta.
Cafeina skipuleggur fundi á 2 mánaða fresti til að bæta þekkingu þessara kvenbænda á kaffiræktun og vinnslu en einnig til að auka sýnileika þeirra í vaxandi kaffisamfélagi og hvetja þær til frekari þátttöku. Iandra Viela leiðir Cafeina group en hún hefur unnið til verðlauna fyrir starf sitt í að efla konur í kaffiræktun.
Á heimsvísu er um 70% af allri kaffiræktun og vinnslu unnin af konum, en þær fá lægri laun og sjaldnar tækifæri til að reka kaffibúgarða og taka þátt í ákvarðana töku en karlar.
Uppskeru ár : 2025
Ræktunarhæð yfir sjávarmáli : 900 - 1100m
Bragðtónar : 50% súkkulaði, heslihnetur, perur og rúsínur,
Vinnsluaðferð : Natural / Berþurrkað
Share
