Skip to product information
1 of 2
Brennslustíll
magn

Korg

1000 Hills, Rúanda

1000 Hills, Rúanda

Regular price 2.500 kr
Regular price Sale price 2.500 kr
Sale Sold out
Taxes included.
Þetta er ávaxtaríkt og skemmtilegt kaffi.

Kaffið fáum við frá Rwanda Trading Company (RTC), sem var stofnað 2009 og sér nú um 15-20% af öllu kaffi flutt út frá Rúanda. 
RTC á 19 vinnslustöðvar og er í samstarfi við 23 vinnslustöðvar til viðbótar.
Þau kaupa kaffi frá minni bændum sem rækta kaffi í fjallshlíðum í Karongi, Gakeneke, Nyamasheke og Nyabihu. En þar er ræktunar hæð frá 1400 - 1900 m yfir sjávarmáli. 
Mest er ræktað af  rauðu Bourbon og Typica kaffiyrkjum, í járnríkum eldfjallajarðvegi. Kaffitrjánum er skýlt fyrir sól með öðrum hærri gróðri líkt og trjám og banana plöntum.

Þetta kaffi er fersk uppskera frá því í mars. 

Sama dag og kaffið er týnt er það flutt yfir á næstu vinnslustöð. Þar sem kaffið er vigtað og merkt svo hægt er að rekja kaffið beint til hvers bónda. 

Unnið er úr kaffiberjunum sama kvöld til að gæta ferskleika, kaffið er þvegið úr hreinu vatni og þurrkað á hækkuðum bekkjum þar til kaffið kemst í 10,5 % raka.  



Uppskerusvæði:  Karongi & Nyamasheke, Vestur Rwanda

Uppskeru ár : 2025 (mars)

Ræktunarhæð yfir sjáfarmáli : 1400 - 1900 m

Bragðtónar : Trönuber, dökkt súkkulaði og marsipan. 

Vinnsluaðferð : Þvegið 

Yrki : Rautt Bourbon




View full details